Snjóbræðsla

Snjóbræðsla er frábær lausn til þess að losna við snjó á hellulögðum svæðum. Aukin þægindi, vegna þess að snjóbræðsla minnkar ekki bara vinnuna við snjómokstur heldur veitir aukið öryggi við hálkuvarnir.

Flest meðalstór hús ráða við snjóbræðslu fyrir 50-100 fermetra svæði án nokkurra vandræða. 

Okkar þjónusta býður upp á lögn á snjóbræðslurörum inn að lagnagrind hússins.  Eftir það tekur við verk pípara að tengja snjóbræðsluna við lagnakerfi hússins.

Snjóbræðsla

Nokkrar útfærslur eru boði þegar kemur að snjóbræðslukerfum og hér er stiklað á þeim helstu. 

Affallssnjóbræðsla – hér er einungis nýtt affallsvatnið sem kemur frá húsnæðinu þ.a.s það vatn sem hefur runnið í gegnum ofna eða gólfhitakerfi hússins.

Þessi leið hentar helst fyrir minni svæði. Ókostir við þessa aðferð er að ef svæði er of stórt eða frost er mikið getur hætta skapast á að kerfið hafi ekki undan og það frjósi í lögnum.
Lokað snjóbræðslukerfi með varmaskipti – þar er kerfið fyllt með frostlegi sem kemur í veg fyrir að vatn geti frosið. Varmaskiptir sér um að hita upp frostlöginn á kerfinu með affallsvatni og heitu vatni aukalega sé þess þörf.

Affallssnjóbræðsla með innspýtingu er hentug leið til að eiga þess kost að bæta við heitu vatni inn á kerfið þegar þess er þörf. 

Affallsnjóbræðsla með hringrásardælu – Ef mikill halli eða snjóbræðslukerfið er í stærri kantinum getur borgað sig að hafa hringrásardælu á kerfinu. Með því jafnast hitadreifing í kerfinu og þar sem stöðug heyfing er á vatninu eru minni líkur á að frjósi í kerfinu.

Þetta er öruggasta kerfið með tilliti til frostskemmda, en jafnfram það dýrasta.

Við mælum eindregið með því að ávallt sé fenginn löggiltur pípari til þess að ráðfæra sig við um hvernig kerfi henti í hverju tilviki fyrir sig og hann fenginn til að tengja.

Sendu okkur skilaboð til þess að fá frekari upplýsingar eða tilboð í verkið.

Sími
888-1050

Tölvupóstur
hellur@hellur.is

Starfsvæði okkar er
Suðurland og Höfuðborgarsvæðið