Hellulagnir
Hellulagnir er tilvalinn lausn í innkeyrsluna, bakgarðinn eða í raun hvar sem er. Nýta má hellur til margs konar hlutverka, möguleikarnir eru endalausir. Ýmsar útfærslur og lausnir eru í boði sem ætti að henta hverjum þeim sem hugar á lóðaframkvæmdir.
Margir kostir við hellulagnir
Kostirnir við hellulagnir eru ótalmargir, fyrst og fremst er það góð ending og lítið viðhald. Auðvelt er að ganga snyrtilega frá hæðamismun og hellulögð svæði eiga ekki þá hættu á að springa líkt og steypt plön.
Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að helluleggja er mikilvægt að vandað sé til verka frá byrjun. Góð undirbúningsvinna skiptir öllu máli fyrir fallega og endingagóða hellulögn.
Við val á hellum skiptir máli hvað það er sem á að helluleggja og hvort leggja eigi snjóbræðslu undir hellulögnina.
Á bílastæði og innkeyrslur er yfirleitt notaðar minni hellur. Vinsælt er svokallað þriggja steina kerfi þar sem steinarnir eru í 3 mismunandi lengdum.
Óæskilegt er að nota stórar hellur í innkeyrslur vegna þess hve brothættar þær eru. Stærri hellur henta vel á verandir, göngustíga og þar sem álag er minna. Algengast er að notaðar séu hellur sem eru 6 cm á þykkt við heimili og þar sem álag er ekki mjög mikið.
Helstu söluaðilar á hellum á Íslandi eru BM-Vallá og Steypustöðin. Bjóða þessi fyrirtæki upp á mikið úrval af hellum í ýmsum stærðum og gerðum.
Viðskiptavinir okkar njóta að sjálfsögðu góðs af þeim kjörum sem okkur býðst sem verktaki.
Viljir þú fræðast meira um hvað skal hafa í huga þegar farið er út í að helluleggja, þá höfum við tekið saman það helsta í litla grein sem má nálgast hér fyrir neðan: