Steinhleðslur eru mikið prýði fyrir garðinn og eru möguleikarnir endalausir.
Ef hæðamunur er til staðar er hægt að nýta steinhleðslur til að mynda stalla, tröppur og jafvel blómabeð.
Kantsteinar eru einstaklega hentugir til þess að ramma og afmarka hellulögð bílaplön frá garðinum, hvort það sé með einfaldri hleðslu eða sem hlaðið blómabeð.
Hlaðin ruslatunnuskýli hafa notið aukinna vinsælda upp á síðkastið. Þá er ruslatunnuskýlið hlaðið á þann máta að hægt er að bæta við hurðum og lokum á skýlið líkt og gert er á forsteyptum einingum.
Sendu okkur skilaboð til þess að fá frekari upplýsingar eða tilboð í verkið.
Sími 888-1050
Tölvupóstur hellur@hellur.is
Starfsvæði okkar er Suðurland og Höfuðborgarsvæðið