Hellulagnir, hverju ber að huga að?

Kostirnir við hellulagnir eru ótalmargir, fyrst og fremst er það góð ending og lítið viðhald. Auðvelt er að ganga snyrtilega frá hæðamismun og hellulögð svæði eiga ekki þá hættu á að springa líkt og steypt plön.

Undirbúningurinn skiptir miklu máli

Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að helluleggja er mikilvægt að vandað sé til verka frá byrjun. Góð undirbúningsvinna skiptir öllu máli fyrir fallega og endingagóða hellulögn.

Fyrsta skrefið er að ákveða hvaða svæði skal helluleggja. Ágætt getur verið að teikna upp svæðið á blað og mæla helstu lengdir til að átta sig á fjölda fermetra. Mörgum finnst gott að merkja inn helstu kennileiti eins og bílastæði, sorptunnuskýli og þess háttar til að fá heildar myndina. Á þessu stigi er einnig gott að skoða hvort blanda eigi saman lituðum hellum t.d. dekkri hellur til að afmarka göngustíg og bílastæði.

Hellulögn

Við val á hellum skiptir máli hvað það er sem á að helluleggja.
Á bílastæði og innkeyrslur er yfirleitt notaðar minni hellur og vinsælt er svokallað þriggja steina kerfi þar sem steinarnir eru í 3 mismunandi lengdum.  Óæskilegt er að nota stórar hellur í innkeyrslur vegna þess hve brothættar þær eru. Stærri hellur henta vel á verandir, göngustíga og þar sem álag er minna. Algengast er að notaðar séu hellur sem eru 6 cm á þykkt við heimili og þar sem álag er ekki mjög mikið.

Helstu söluaðilar á hellum á Íslandi eru BM-Vallá og Steypustöðin. Bjóða þessi fyrirtæki upp á mikið úrval af hellum í ýmsum stærðum og gerðum.

Viðskiptavinir okkar njóta að sjálfsögðu góðs af þeim kjörum sem okkur býðst sem verktaki.

Jarðvegsskipti

Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að skipta um jarðveg áður en hellur eru lagðar. Ef hreyfing verður á hellulögn er helsta orsök þess að jarðvegur undir er frostvirkur. Mold og leir eru frostvirk efni sem halda vel í sér vatni og þenjast út þegar frost er í jörðu.  Yfirborð þar sem frostvirkur jarðvegur er til staðar lyftist upp í frosti og sígur síðan niður þegar frost fer úr jörðu. Því miður er ekki jafnvægi í frostlyftingu vetrarins og siginu sem á sér síðan stað.
Til þess að koma í veg fyrir frostlyftingu þarf að vera frostfrítt efni niður á allt að 60-90 cm dýpi.

Í nýlegum hverfum er í flestum tilvikum stutt niður á frostfrítt efni – svokallaða grús. 

Jarðvegsskipti

Snjóbræðsla

Snjóbræðsla er frábær lausn til þess að losna við snjó á hellulögðum svæðum. Snjóbræðsla minnkar ekki bara vinnuna við snjómokstur heldur veitir aukið öryggi við hálkuvarnir.

Flest meðalstór hús ráða við snjóbræðslu fyrir 50-100 fermetra svæði án nokkurra vandræða. 

Okkar þjónusta býður upp á lögn á snjóbræðslurörum inn að lagnagrind hússins.  Eftir það tekur við verk pípara að tengja snjóbræðsluna við lagnakerfi hússins.

Nokkrar útfærslur eru boði þegar kemur að snjóbræðslukerfum og hér er stiklað á þeim helstu.

Affallssnjóbræðsla – hér er einungis nýttaffallsvatnið sem kemur frá húsnæðinu þ.a.s það vatn sem hefur runnið í gegnumofna eða gólfhitakerfi hússins. Þessi leið hentar helst fyrir minni svæði. Ókostir við þessa aðferð er að efsvæði er of stórt eða frost er mikið getur hætta skapast á að kerfið hafi ekki undan og það frjósi í lögnum.

Affallssnjóbræðsla með innspýtingu  er hentug leið til að eiga þess kost að bæta við heitu vatni inn á kerfið þegar þess er þörf. 

Affallsnjóbræðsla með hringrásardælu – Ef mikill halli eða snjóbræðslukerfið er í stærri kantinum getur borgað sig að hafa hringrásardælu á kerfinu. Með því jafnast hitadreifing í kerfinu og þar sem stöðug heyfing er á vatninu eru minni líkur á að frjósi í kerfinu.

Lokað snjóbræðslukerfi með varmaskipti – þar er kerfið fyllt með
frostlegi sem kemur í veg fyrir að vatn geti frosið. Varmaskiptir sér um að
hita upp frostlöginn á kerfinu með affallsvatni og heitu vatni aukalega sé þess
þörf. Þetta er öruggasta kerfið með tilliti til frostskemmda, en jafnfram það
dýrasta.

Snjóbræðsla

 

Við mælum eindregið með því að ávallt sé fenginn löggiltur pípari til þess að ráðfæra sig við um hvernig kerfi henti í hverju tilviki fyrir sig og hann fenginn til að tengja.

Vatnshalli

Við hönnun og útfærslu á hellulögnum er lykilatriði að gera ráð fyrir því hvert vatn á að renna til þess að koma í veg fyrir pollamyndun. Lágmarkshalli á stétt er um 1,5% en æskilegur halli er yfirleit um 2-2,5%.  Ef stétt lækkar um 2 cm á 1 metra kafla er hallinn 2%.
Í innkeyrslum er vænlegast ef vatn hefur greiða leið út á götu og hægt er að nýta niðurföllin sem þar eru. Ef hallinn er ekki nægjanlegur eða halli er inn að húsi þarf að gera ráð fyrir niðurföllum.
Ef losa á vatn af stéttum út í beð eða grasflatir þarf að tryggja jarðvegurinn þar geti tekið við vatninu.

Frágangur og viðhald

Þegar hellulögnin er komin er mikilvægt að ganga vel frá köntum. Í flestum tilvikum er steyptur kantur sem heldur við hellulögnina. Hann kemur í veg fyrir gliðnun og óþarfa færslu á hellulögn. Að lokum þarf að sanda í fúgur til þess að skorða hellurnar af. 

Lítið sem ekkert viðhald er á hellulögn sem vel er unnin frá upphafi. Á nokkrum árum byrjar að safnast fokefni og fræ í fúgurnar og þar af leiðandi getur gróður byrjað að spretta upp á milli. Ýmis húsráð eru til við þeirri baráttu. Ef stéttin er þvegin með háþrýstidælu skolast fúgusandurinn uppúr og þá þarf að sanda aftur.
Við bjóðum upp á helluhreinsun með sérstökum vélsóp. Hann er með öflugan vírbursta sem burstar upp allan gróður og óhreinindi þannig að hellurnar verða eins og nýjar

Hellur sögun