Útiflísar – Fullkomin launs fyrir fallegt og viðhaldslétt útisvæði

Útiflísar eða Flísahellur eru vönduð og glæsileg lausn fyrir garða, verandir, stíga og svalir. Með fjölbreyttu úrvali lita, stærða og áferða er auðvelt að finna flísahellur sem henta öllum stílum og umhverfum. Þær skapa nútímalegt og fallegt yfirborð sem gefur svæðinu stílhreina og jafnvel suðræna stemningu.

Af hverju að velja flísahellur?

Flísahellur sameina kosti hefðbundinna flísa og garðhellna.
Helstu kostir þeirra eru:
Viðhaldsléttar – Þétt yfirborð kemur í veg fyrir mosavöxt og illgresi í fúgum.
Frostþolnar og hálkuvarðar – Nýjustu framleiðsluaðferðir tryggja að flísarnar springi ekki í frosti og verði ekki hálar í bleytu.
Sterkar og endingargóðar – Flísahellur eru slitsterkar og henta svæðum með mikið álag.

Fjölbreyttir notkunarmöguleikar

Flísahellur eru frábær lausn fyrir ýmis útisvæði og henta sérstaklega vel fyrir:
✔ Garða og verönd – Skapa fallegt og notalegt útisvæði með lágmarks viðhaldi.
✔ Gangstíga og stiklur – Hægt að raða þeim á ýmsa vegu til að búa til fallegar gönguleiðir.
✔ Svalir og þaksvæði – Með sérstöku stultukerfi er hægt að leggja útiflísar á steypt undirlag t.d. á svalir.

Ef þú þarft aðstoð við lagningu flísahellna, þá erum við hjá Hellur.is sérfræðingar á því sviði. Getum séð um allt ferlið, hvort sem þörf er á að jarðvegsskipta eða leggja á steyptu svalirnar.

Helstu söluaðilar á útiflísum á Íslandi eru Vídd og Álfaborg. Þessi fyrirtæki upp á mikið úrval af flísahellum í ýmsum stærðum og gerðum.

Viðskiptavinir okkar njóta að sjálfsögðu góðs af þeim kjörum sem okkur býðst sem verktaki.

Flísahellur

Sendu okkur skilaboð til þess að fá frekari upplýsingar eða tilboð í verk.

Sími
888-1050

Tölvupóstur
hellur@hellur.is

Starfsvæði okkar er
Suðurland og Höfuðborgarsvæðið